top of page
CERACOAT CERAMIC PARPAKKI

SKJÁVÖRN

kr2,699.00Price
  • Ceracoat skjávörnin er nýstárleg vara sem byggð er á nanótækni. Hún myndar sterkan hjúp á yfirborðinu og er til að vernda hverskyns farsíma, tölvur og spjaldtölvur, sjónvörp, skjái og myndavélar.

    GAGNSEMI: 

    Er vökvi og því myndast engar loftbólur, hefur engin áhrif á skjásnertingu, ver gegn rispum, getur hulið hárfínar sýnilegar rispur, minnkar fingraför, auðveldar þrif yfirborðsins, er örverueyðandi, veitir vernd gegn sýru og basískum efnum og vatni og raka og olíu og fitu.ASTM VOTTUN: (Sjá hér: http://www.astm.org) 

    Eiginleikar Ceracoat nanóhjúpsins til að verjast risspum og örverum gera hann að lykilvöru USP (sjá hér: http://www.usp.org), sem er staðfest vísindalega.RISPUPRÓFUN: Ceracoat skjávörnin hefur verið prófuð á rannsóknarstofu og styrkleiki hennar samræmist rispuvarnar-staðli ASTM C1624-05. Rispuvarnar-styrkleikinn er 600% meiri miðað við hefðbundnar skjávarnir.

    BAKTERÍUPRÓFUN: 

    Færustu örverufræðingar hafa rannsakað bakteríufjölda á farsímum og komist að þeirri niðurstöðu að farsímar séu almennt þaktir hinum ýmsu tegundum baktería sem almenn sýklalyf eiga erfitt með að vinna á. 

    Staðfest hefur verið að Ceracoat skjávörnin uppfyllir ASTM – E2180 staðalinn, sem merkir að fjöldi baktería minnkar um 99.9% á yfirborðinu með hjúpvörninni við prófun á salmónellu, húðbakteríum og sýkingarbakteríum. Ceracoat vörnin veikir varnir bakteríanna, svo að þær geti ekki fjölgað sér.

    NOTKUN: 

    Hreinsið skjáinn eins og þið gerið venjulega og þurrkið síðan af honum með þurrkunni, þar til hún verður þurr. Hinkrið í nokkrar mínútur og forðist fingraför og hjúpið hann síðan með Ceracoat nanóvörninni, með því að pússa í hringi. Hjúpurinn er þurr eftir 15 mínútur og vörnin verður algjörlega þétt innan 12 klukkustunda og endist í um 12 mánuði. Sé um farsíma að ræða, ætti að hreinsa og hjúpa allt yfirborð hans, ekki aðeins skjáinn. 

bottom of page